Selasetur Íslands stóð fyrir talningu á útselkópum úr lofti haustið 2012. Þá sáust 990 kópar. Samanborið við þennan fjölda var fjöldinn sem sást árin 2005 og 2008/9, 1392 og 1540. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur útsel fækkað hér við land síðan 2005, þó að breytingin á milli 2005 og 2012 sé ekki tölfræðilega marktækÁætluð stofnstærð útsels hefur að sama skapi minnkað úr 6000 (5400 – 6500) dýrum árið 2005 og 7300 (5900 – 9000) árið 2008/9, í 4200 (3400 – 500) eða um 5% (4%-7%) árlega þetta tímabil (2005 – 2012), en vegna fárra talninga á tímabilinu er þetta ekki tölfræðilega marktækur munur. Árin 1982-2002 var útselsstofninn, samkvæmt talningum, minnkandi um 3% árlega, en fyrsta talning útselskópa fór fram árið 1982 og þá var stofnstærð útsels áætluð um 10600 (7175-13860) þúsund dýr.
Nú er stærð útselsstofnsins nálægt viðmiðunarmörkum stjórnvalda, 4100 dýr, og útreikningar leiða í ljós að það séu um 60% líkur þess að stofnstærðin sé stærri en 4100 dýr. Skýringar á þessari kúvendingu á stofnstærð útsels, eru ekki á reiðum höndum. Veiðar á útsel síðustu ár hafa ekki aukist, heldur eru þær minni en árin fyrir 2008. Útselsvetrungar veiðast allnokkuð í fiskinet, en það hafa þeir gert undanfarin 15 ár og ekki orðið nein sérstök aukning á því síðustu ár, svo vitað sé. Framboð á marsíli er í lágmarki við strendur landsins, en þorskgengd hefur aukist. Báðar þessar fisktegundir er veigamikill þáttur í fæðu útsels. Sílisskortur gæti haft staðbundin áhrif á dreifingu útsels og valdið fækkun dýra við Suðurströndina og í Breiðafirði. Allmenn fækkun útsela við ströndina gæti þýtt að hluti íslenskra útsela hafi róið á önnur mið. Árið 2009 sást „fyrst“ útselur við Grænland, en ekki vitað hvort hann kom frá Íslandi eða Labrador
Verkefnisstjóri: Erlingur Hauksson