Frá árinu 2008 hefur Selasetrið unnið að því að kanna áhrif aukningar ferðamanna á landselsstofninn á ákveðnum selaskoðunarstöðum. Áhuginn fyrir náttúrutengda ferðamennsku, þar með talið selskoðun, hefur aukist undanfarin ár og er eins og stendur verið að þróa selskoðunarstaði á fjölmörgum stöðum í kringum Ísland. Í verkefninu er kannað hvort hegðun og viðvera ferðamanna hefur áhrif á náttúruleg hegðun og útbreiðslu landsela sem dvelja á selskoðunarstöðum á Vatnsnesi. Einblint er á selskoðun frá landi á selskoðunarstaðinn hjá Illugastöðum. Einnig er verið að rannsaka áhrif selskoðunar báts á hegðun sela. Viðhorf ferðamanna gagnvart selskoðun hefur einnig verið kannað með viðtölum. Eins og stendur er verið að leggja lokahönd á úrvinnslu gagna og verða niðurstöður birtar í vísindagreinum innan skamms.
Verkefnisstjóri: Sandra Granquist.
Rannsóknin er hluti af alþjóðlega verkefninu The Wild North (Hið villta norður).