Búið er að birta niðurstöður talninga á útsel við Ísland haustið 2022 og má lesa um niðurstöðurnar á heimasíðu Hafrannsóknastofnunnar. Í stuttu máli þá fjölgaði í stofninum um 6,8% en það telst ekki marktæk fjölgun og stendur stofninn því í stað. Telst íslenski útselsstofninn því áfram í áhættuflokknum „í nokkurri hættu“ (e. vulnerable).
Sjá nánar:
https://www.hafogvatn.is/is/midlun/frettir-og-tilkynningar/stofnmat-a-utsel-vid-island