Selasetur Íslands er hluti af Norðurstrandarleið (e. Arctic Coast Way), sem er nýleg og nyrsta ferðamannaleið Íslands. Leiðin nær yfir 900 km af norðlenskri strandlengju, sex skagar og sex eyjar.
Á Selasetri Íslands eru fræðslusýningar um seli og hægt að kynna sér meðal annars lífshætti sela, selaveiðar og nýting selaafurða og þjóðsögur um seli. Setrið gegnir einnig hlutverki almennrar upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Þar geta ferðamenn fengið upplýsingar um athyglisverða áfangastaði og afþreyingu í Húnaþingi. Þar eru einnig seldir minjagripir.
Norðurstrandarleið snýr baki við troðnar slóðir og beinir ferðamönum inn á hið fáfarna og afskekkta. Ferðamenn kanna norðurströnd Íslands í næsta nágrenni við heimskautsbauginn.
Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.
Nánari upplýsingar má finna hér: www.arcticcoastway.is/