Hún Sarah Walter sumarnemi hjá Selasetri Íslands gerði íbúakönnun sumarið 2022 sem hluti af hennar starfsnámi í samvinnu við Wageningen háskóla í Hollandi. Könnunina gerði hún undir styrkri stjórn Dr. Jessicu Aquino, sameiginlegs starfsmanns Selaseturs og Hólaskóla.
Með þessari könnun vildum við kynnast betur hvernig samfélag Húnaþing vestra lítur á uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu og hvaða ferðaþjónustu þeir vilja sjá í framtíðinni.
Fimmtudaginn, 11. ágúst kynnti Sarah frumniðurstöður fyrir sveitarstjórn og fulltrúa SSNV á Selasetrinu. Sköpuðust fínar umræður og málin rædd fram og til baka. Sjónarmið og athugasemdir fundarmanna voru svo teknar inní lokaskýrsluna, sem verða gefin út á næstu dögum, í samvinnu við Háskólann á Hólum.