Heimsókn matvælaráðherra

Selasetur Ísland fékk á dögunum góðan gest þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sótti setrið heim. Heimsóknin var liður í vinnuferð ráðherra þar sem hún heimsótti m.a. starfsstöðvar Hafrannsóknastofnunnar á landsbyggðinni.

Selasetrið og Hafrannsóknastofnun hafa um árabil unnið mikið saman að selarannsóknum við Ísland en þeim er að mestu sinnt hér á Hvammstanga. Það var bæði gott og gagnlegt að ræða samstarfið, hlutverk Selasetursins og stöðu selastofnsins við ráðherra.

Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á sjaldséðum sólardegi, má sjá ráðherra ásamt Gunnlaugi Ragnarssyni stjórnarformanni Selasetursins, Örvari B. Eiríkssyni framkvæmdastjóri, Hafþóri Magnúsi Kristinssyni starfsmanni og Söndru M. Granquist dýraatferlis- og vistfræðingi.