Við Farfuglaheimilið Ósa er fyrirtaks aðstaða til selaskoðunar, en þar liggur stígur frá farfuglaheimilinu og niður í fjöru. Einnig er hægt að leggja bílum á bílastæðið við Hvítserk og fylgja slóða þar niður í fjöru (ekki niður af Hvítserk). Oft liggja um annað hundrað selir á sandbreiðunum vestan í Sigríðastaðaósnum og þar er því oft líf og fjör. Merkt æðarvarp er fyrir neðan Ósa og eru ferðamenn beðnir um að sýna tilltisemi yfir varptímann (maí – júní).
Í Selatalningunni miklu 2007 (25. ágúst) voru taldir 194 selir við Sígríðastaðaós og í Sigríðastaðavatni.