Í Selasetrinu er starfrækt minjagripaverslun til stuðnings Selasetrinu og rannsóknum þess. Með því að versla hjá okkur ertu bæði að fá góða vöru og styðja við mikilvægt starf Setursins.
Í versluninni er leitast við að hafa á boðstólnum vandað úrval minjagripa sem minna á svæðið og seli. Margt það sem á boðstólnum er fæst hvergi annars staðar.
Meðal þess sem fæst í búðinni er eftirfarandi:
- Líklega mesta úrval landsins af selaböngsum.
- KIDKA á Hvammstanga framleiðir sina eigin vörulínu úr íslenkri ull.
- Við seljum einnig púða frá Lagði á Blönduósi sem framleiðir hágæða textílvörur.
- Tröll, seli og kindur úr íslenskri ull og leðri seljum við frá Merkikerti úr Vestmannaeyjum.
- Sela- og lundavörur úr ull frá Woolkan.
- Salt, krydd, te, sýróp og súkkulaði frá Urtu.
- Flóra salt frá Vilko.
- Sérhannaðar vörur frá Ugla Handverk og Bros.
- Ýmsar bækur og kort, s.s. ljósmynda-, sögu-, og fuglabækur auk skáldsagna.
- Kaffi frá bæði Kaffitár og Nespresso.
- Súkkulaði frá Omnom og kalda drykki t.d. frá Galdri Brugghús.
- Kandís brjóstsykur frá Kandís.
- Við seljum höfuðfatnað frá Elín hjá Marhönnun sem hannar Nordic Eye vörulínuna
- Söndru Granquist sem framleiðir m.a. armbönd.
- Húnaklúbbinum sem selur taupoka og límmiða til styrktar starfi sínu.
Verið velkomin!









