
Í nóvember hófst formlega Erasmus+ verkefnið styrkt af EU sem ber heitið Climate Challenge Adventure (2024-1-IS01-KA220-SCH-000243341) sem Selasetur Íslands leiðir. Markmið verkefnisins er að gera ungt fólk meðvitaðra um loftslagsbreytingar með nýstárlegri og leikjamiðaðri nálgun. Einnig að veita þeim nauðsynlega þekkingu og færni til að taka virkan þátt í baráttunni gegn þessu alþjóðlega vandamáli og hvetja til þátttöku þeirra í loftslagsaðgerðum.
Verkefnið miðar einnig að því að skapa vettvang sem sameinar menntun og skemmtun, nýtir krafta tækninnar, listar og gerir ungu fólki kleift að þróa umhverfisvitund sína og taka áþreifanleg skref í átt að sjálfbærri framtíð.
Ásamt Selasetrinu taka eftirfarandi aðilar þátt í verkefninu: Grunnskóli Húnaþings vestra, Schwerpunkt Zentrum frá Þýskalandi, Mariagerfjord Gymnasium frá Danmörku, Formación Academia Barcelona frá Spáni og Özel Balikesir Bilnet Ortaokulu frá Tyrklandi.
Upphafsfundur verkefnisins var haldinn á Íslandi í lok nóvember og stuttu fyrir jóla var fyrsti LTT (Learning, Teaching, Training) viðburður þesss í Danmörku. Næsti stóri viðburður er LTT2 í Tyrklandi í byrjun maí. Nánar má lesa um verkefnið á heimasíðu eða Facebook síðu þess, þar sem bætt verður við efni og fréttum eftir því sem verkefnið þróast áfram.