Eric dos Santos er rannsóknarmaður í líffræði ráðinn til vinnu á Selasetrinu í febrúar 2017 sem starfsmaður Hafrannsóknastofnunnar. Fyrra reynsla hans liggur aðallega í rannsóknum á sjávarhryggleysingjum og fiskum, en hann er ánægður að fá tækifærið til að rannsaka sjávarspendýr, sérstaklega seli. Hann lærði líffræði hjá Háskóla Íslands frá 2002-2009, þar sem hann lauk meistaraprófi í janúar 2010 (MSc ritgerð: Community analysis of large epibenthos in the Nordic Seas). Meistararitgerðin hans var lýsing á samfélögum botndýra og áhrif botngerðar á þessa tegundasamsetningu. Verkefnið byggist á ljósmyndum og myndskeiðum tekin neðansjávar á landgrunnskantinum og á Mohnhryggnum í sjó stutt frá Jan Mayen. Eftir að hafa klárað skóla fór hann að vinna hjá Hafrannsóknastofnuninni til febrúar 2016. Á þessum árum vann hann aðallega í úrvinnslu myndefnis og hreyfimyndefnis. Fyrir utan þess vinnu tók hann þátt í sjóferðum á ransóknaskipum jafnt sem atvinnuskipum í stofnmælingum og Netarall. Svo kemur móðurmálið hans sem Bandaríkjamaður til gagns í yfirlestri og þýðingum ýmissa skjala bæði fyrir vinnu og samstarfsfólk. Eftir að hafa hætt að vinna hjá Hafró 2016, vann hann sem leiðsögumaður á hvalaskoðunarbát frá Hauganesi og þar sá hann hvað það getur verið gaman að vinna í ferðaþjónustu með því að kenna fólki um náttúrulega fegurð og vekja undur í huga fólks. Aðal áhugasvið hans Erics hvað líffræði varðar er að fylgjast með dýrum í náttúruumhverfi og læra um samfélögin þeirra og hegðun, og hvað stjórnar mynstri og eðli þess. Hann hlakkar til að sjá hvernig vinnan hjá Selasetrinu getur ýtt undir áhugan hans.