Selir við Ísland

Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina) og útselur (Halichoerus grypus). Fjórar tegundir í viðbót eru þekktar hér við land sem flækingar, en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Þessar tegundir eru vöðuselur (Phoca groenlandica), kampselur (Erignathus barbatus), blöðruselur (Cystophora cristata) og hringanóri (Phoca hispida). Einnig hafa rostungar (Odobenus rosmarus) sést hér við land en þeir eru þó mjög sjaldséðir.

Til að fræðast nánar um hverja selategund smellið á myndirnar hér að neðan:

Landselur
Vöðuselur
Útselur
Blöðruselur
Rostungur
Hringanóri
Kampselur

Texti unninn í samvinnu við Erling Hauksson sjávarlíffræðing.

Myndir: Jón Baldur Hlíðberg

Heimildir:

  1. Páll Hersteinsson (ritstj.) 2004. Íslensk Spendýr. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 344 bls.
  2. Lúðvík Kristjánsson 1980. Íslenskir sjávarhættir I. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykkjavík, 472 bls.