Illugastaðir

Skemmtilegur sela- og fuglaskoðunarstaður hefur nú verið byggður upp á Illugastöðum. Þar hefur verið útbúið bílastæði, lagður göngustígur (brátt hjólastólafær) og komið upp salernisaðstöðu fyrir ferðmenn. Þar er einnig að finna kaffisölu (eftir 20. júní) og tjaldstæði.

Á Illugastöðum gefst ferðamönnum tækifæri á að skoða bæði seli og fugla í einstöku umhverfi. Selur er við Illugastaði allt árið, þó heldur fækki yfir kæpingartímann (maí – byrjun júní). Göngustígur liggur niður að höfða þar sem selurinn liggur á skerjum úti fyrir. Forvitnir selir synda oft mjög nálægt ferðamönnum á þessum stað, og því oft óljóst hvort um selaskoðun eða mannaskoðun sé að ræða! Selatalningin mikla leiddi í ljós um 60 seli á Illugastöðum (25. ágúst).

Illugastaðir eru einnig frægt sögusvið Illugastaðamorðanna í Natans sögu Ketilssonar, og má enn sjá leifar af smiðju Natans þar.

Hægt er að panta leiðsögn um Illugastaði í gegnum Selasetur Íslands.

Illugastaðir eru lokaðir til 29. júní 2008 vegna æðarvarps.