Svalbarð

Við Svalbarð er merktur selaskoðunarstaður með bílastæði beggja meginn við veginn. Göngustígurinn liggur niður að sjónum (um 300 m), en þar liggja selirnir á skerjum úti fyrir ströndinni. Yfir kæpingartímann (maí til byrjun júní) er oft líf við Svalbarð, en þá er þar töluvert af urtum og kópum og því oft mikið fjör. Algengt er að sjá um 20-30 seli á skerin þegar mest er.

Það er best að vera með kíki, sjónauka og/eða stóra aðdráttalinsu til að skoða selina á Svalbarð.