Selur í fóstur

Leggðu starfsemi Selasetursins lið með því að fóstra selskóp

Á hverju ári merkja sérfræðingar okkar kópa sem lið í að fylgjast með lífsferli sela. Við tökum myndir af kópunum, skráum númer þeirra og merkingarstað og bjóðum velunnurum okkar að fóstra kópana.

Þú færð:

  • Mynd af þeim kópi sem þú velur
  • Skjal með nafni kópsins (sem þú velur), númer merkis, hvar hann er merktur,
  • dagsetningu merkingar og merkingarstað.
  • Selabangsa
  • Selaendurskinsmerki
  • Bækling um seli á Vatnsnesi
  • Skráningu á velunnarapóstlista Selasetursins
  • Hver kópur er aðeins fóstraður einu sinni og því er takmarkað magn kópa sem hægt er að taka í fóstur á hverju ári.

Til að fóstra sel, vinsamlegast sendið póst á info@selasetur.is og fáið nánari upplýsingar.