Svalbarð

Við Svalbarð er merktur selaskoðunarstaður og lítið bílastæði. Göngustígur liggur niður að sjónum (um 100 – 300 m), en þar liggja selirnir á skerjum úti fyrir ströndinni. Yfir kæpingartímann (maí – byrjun júní) er oft líf og fjör við Svalbarð, en þá er þar töluvert af urtum og kópum og því oft mikið fjör. Selatalningin mikla 2007 leiddi í ljós um 60 seli við Svalbarð (25. ágúst).